Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2010 03:01

Vilja að landið verði eitt kjördæmi

Lagt hefur verið fram  á Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga um landið allt verði gert að einu kjördæmi. Það eru 19 þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum sem leggja fram frumvarpið og fyrsti flutningsmaður þess er Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Mælt verður fyrir á málinu á Alþingi á næstu dögum. 

Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að um árabil hafi verið rætt um mörk kjördæma og vægi atkvæða. Lengi hafi þróunin verið í þá átt að jafna vægi atkvæða og stækka kjördæmin. Það sé viðhorf flutningsmanna þessa frumvarps að nú sé komið að því að gera landið að einu kjördæmi og jafna þar með atkvæðarétt allra Íslendinga til fulls. Það kalli á breytingar á stjórnarskrá og vandlega vinnu í þinginu og utan þess.

Því þurfi að vanda til verka og gefa góðan tíma nú á fyrri hluta kjörtímabils. Þá segir að engin haldbær rök séu fyrir því að vægi atkvæða sé misjafnt eftir búsetu fólks. Aðrar leiðir en kosningakerfið séu miklu eðlilegri til þess að bæta stöðu einstakra byggða til búsetu í þeim.

 

Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp er flutt á Alþingi um að landið verði eitt kjördæmi. Fyrst flutti Héðinn Valdimarsson frumvarp þess efnis árið 1927. Rúmum 70 árum síðar flutti Guðmundur Árni Stefánsson frumvarp um sama efni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is