Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2010 04:17

Skóflustunga að nýjum Heiðarskóla tekin í dag

Stór dagur var hjá íbúum Hvalfjarðarsveitar í dag þegar tekin var skóflustunga að nýjum Heiðarskóla, sem rísa mun á næstunni og á að verða tilbúin til notkunar á ágústmánuði á næsta ári, fyrir upphaf nýs skólaárs. Fjölmenni var við athöfnina en það voru 38 ungir nemendur Heiðarskóla sem sameinuðust um að taka skóflustungurnar að nýja skólanum sem verður byggður skammt frá gamla skólanum, um 100 metrum austar. Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla bauð gesti velkomna og sagði þessa dags hafa verið beðið lengi og nú væri ástæða að fagna. Samningar um byggingu skólans voru undirritaðir af Laufeyju Jóhannsdóttur sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar og Gunnari Vali Gíslasyni framkvæmdastjóra Eyktar.

Fram kom í máli Laufeyjar að Hvalfjarðarsveit hefði leitað hagkvæmustu leiða til byggingar skólans og það væri fagnaðarefni að sveitarfélagið ætti í sínum sjóðum fjármuni sem nægðu upp í tvo þriðju byggingarkostnaðar, en samkvæmt samningum við Eykt kostar um 485 milljónir að byggja skólann. Laufey sagði lánsþörf sveitarfélagsins vegna skólabyggingarinnar um 150 milljónir króna, en í þeirri tölu væri þá ekki reiknað með sölu eigna, sem nú eru komnar í söluferli. Laufey sagði bæði Lánasjóð sveitarfélaga og Landsbankann tilbúna að lána þannig að það yrði ekki vandræða að borga reikninga vegna byggingar skólahússins.

 

Að lokinni undirskriftinni var gengið til skóflustungunnar og að henni lokinni boðið til kaffisamsætis í skólanum þar sem þessum áfanga í Hvalfjarðarsveit var fagnað af nemendum og íbúum sveitarinnar.

Ruglframkvæmd
- 16.3.2010 17:38:41 Alger della og verktakadekur. Bara skutla krökkunum í skóla út á Skaga. Nóg pláss þar og góðir skólar.
alls ekki
Ákaflega spennandi fyrir börn af Hvalfjarðarströndinni að fara í skóla niður á Skaga.!!!! Ætli Skagabörnum finndist það boðlegt að setja í skólabíl 2 klst á dag!!!
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is