Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2010 07:04

Velgerðarsjóðurinn Aurora styrkir Brúðuheima

Stjórn velferðarsjóðsins Auroru kynnti í gær þá ákvörðun sína að veita alls 100 milljónir króna til fjögurra verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkinu Síerra Leóne. Nýtt styrktarverkefni sjóðsins er Brúðuheimar í Borgarnesi, lista- og menningarmiðstöð, sem verður mikilvægur þáttur í menningartengdri ferðaþjónustu á svæðinu.  Brúðuheimar fá 15 milljónir króna, þar af 7 milljónir króna í formi láns. Þrjú verkefni fá styrki í annað eða þriðja sinn: Hönnunarsjóður Auroru fær 25 milljónir króna, Kraumur, tónlistarsjóður Auroru, fær 20 milljónir króna og menntaverkefni í Síerra Leóne fær 40 milljónir króna.

Þetta er í þriðja sinn sem styrkir eru veittir úr Auroru, sem hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson stofnuðu í janúar 2007 og lögðu til einn milljarð króna. Stofnfé Auroru hefur ávaxtast ágætlega og er í dag um 1,3 milljarðar króna, segir í fréttatilkynningu.

 

Brúðuheimar í Borgarnesi fá styrk og lán til uppbyggingar lista- og menningarmiðstöðvar í Englendingavík í Borgarnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem Aurora veitir fé í formi láns og sjóðurinn hefur áhuga á að horfa í framtíðinni enn frekar til slíkrar lánastarfsemi í stuðningi sínum, þegar það á við, sérstaklega varðandi verkefni sem byggjast á atvinnurekstri.

 

Rökstuðningur Auroru fyrir stuðningnum:

“Brúðuheimar hafa alla burði til að verða töfraheimur fyrir unga sem aldna enda er listrænn stjórnandi Brúðuheima, Bernd Ogrodnik, meðal fremstu brúðulistamanna heims. Brúðuheimar eru öflug viðbót við menningartengda ferðaþjónustu í Borgarbyggð og munu án efa styrkja þá aðila sem fyrir eru, svo sem Landnámssetrið og Snorrastofu í Reykholti. Framtíðarsýn aðstandenda miðstöðvarinnar ber vott um metnað, áræðni og fagmennsku og stjórn Auroru velgerðasjóðs hefur ákveðið að leggja þeim lið til að auðga enn frekar mannlíf og menningu á svæðinu.”

-fréttatilkynning

 

Á myndinni eru Hulda Kristín Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Auroru velgerðasjóðs og Hildur Jónsdóttir framkvæmdastjóri Brúðuheima í Borgarnesi. Ljósm. arh.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is