Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2010 11:06

Ungt frjálsíþróttafólk úr Borgarfirði

Keppendur á mótinu. Ljósm. Gunnar Gauti.
Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram helgina 13. – 14. mars í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum. Var UMSB í hópi 19 félaga sem sendu þátttakendur. Á mótinu voru margir að spreyta sig í fyrsta skipti á stóru innanhússmóti og mikil viðbrigði að koma í þá góðu aðstöðu sem þar er að finna. Keppt var í ýmsum greinum og lét árangur borgfirsku ungmennanna ekki á sér standa.

Helgi Guðjónsson náði fyrsta sæti í 800m hlaupi stráka 11 ára á nýju Borgarfjarðarmeti, en hann hljóp á tímanum 2:38,93. Glæsilegur árangur hjá Helga en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem hann bætir þetta met. Ída María Önnudóttir náði 2. sæti í langstökki telpna 13 ára.

Fanney Guðjónsdóttir náði 3.-4. sæti í hástökki og 8. sæti í 800m hlaupi telpna 14 ára. Einnig bætti hún Borgarfjarðarmetið í 60m grindahlaupi en hún hljóp á 11,08 sek. og var með því að bæta metið í annað sinn á stuttum tíma. Baldvin Ásgeirsson náði 4. sæti í 800m hlaupi pilta 14 ára á tímanum 2:39,21 en í héraðsmetaskrá UMSB á netinu er ekki að finna núverandi met í þessum flokki og því ekki öruggt að hér sé Borgarfjarðarmet á ferð. Kristján Bohra náði 4. sæti í kúluvarpi pilta 13 ára. Arna Rún Þórðardóttir náði 5. sæti í hástökki stelpna 11 ára. Sævar Hlíðkvist Kristmarsson náði 6. sæti í langstökki og 5. sæti í 60m hlaupi pilta 13 ára. Karvel Lindberg Karvelsson náði 7. sæti í kúluvarpi stráka 12 ára. Anna Þórhildur Gunnarsdóttir náði 7. sæti í kúluvarpi stelpna 12 ára.

 

UMSB átti þrjár sveitir í 4x200m boðhlaupi. Það voru telpnasveit í 13 ára flokki og telpnasveit í 14 ára flokki ásamt því að hafa eina piltasveit í 13 ára flokki. Þær stóðu sig allar með prýði og þar sem UMSB hefur aldrei keppt áður í þessari grein innanhúss þá eru hér líklega á ferð Borgarfjarðarmet í þessum þremur flokkum.

 

Að lokinni keppni voru stig félaganna talin saman og kom í ljós að UMSB hafi alls fengið 80,5 stig. Taka skal fram að 382 skráningar bárust en það er metaðsókn.

 

Við leggjum áherslu á að allir keppendur UMSB stóðu sig með prýði og lýsum yfir mikilli ánægju með þátttöku og mætingu foreldra báða dagana. Það er stór partur af því að vel takist til en nánari upplýsingar um árangur á mótum og næstu keppnir er að finna á fri.is undir mótaskrá ásamt því að upplýsingar um Borgarfjarðarmet má skoða á síðu UMSB undir héraðsmet.

 

Rakel Guðjónsdóttir

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is