17. mars. 2010 08:57
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig og er þetta önnur af tveimur jafn stórum lækkunum vaxta á þessu ári. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 7,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 8,75%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 9%, en það eru þeir vextir sem yfirleitt eru nefndir stýrivextir, og daglánavextir í 10,5%. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er þann 5. maí.