Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2010 03:01

HB Grandi greiðir 204 milljónir í arð

Hagnaður HB Granda á síðasta ári nam 13 milljónum evra, eða um 2,2 milljörðum króna. Stjórn félagsins hefur ákveðið að leggja til við aðalfund að hluthöfum verði greiddur 12% arður af nafnverði hlutafjár, samtals 1,1 milljón evra eða 204 milljónir króna á lokagengi síðasta árs. Þetta samsvarar 0,9% af eigið fé fyrirtækisins en eigið fé HB Granda í lok síðasta árs var 133 milljónir evra, samkvæmt efnahagsreikningi. Í árslok voru 616 hluthafar í HB Granda en tveir hluthafar eiga yfir 10% eignarhlut. Það eru Vogun hf. með 40,3% og Kjalar hf. með 33,2% eignarhlut. HB Grandi gerir út 5 frystitogara, 3 ísfisktogara og 4 uppsjávarveiðiskip og er með starfsemi í Reykjavík, á Akranesi og á Vopnafirði. Skipin öfluðu á síðasta ári 48 þúsund tonna af botnfiski og 100 þúsund tonna af uppsjávarfiski.

 

 

Í ársskýrslu fyrirtækisins, sem lögð var fram í gær, kemur m.a. fram að laun forstjórans Eggerts B. Guðmundssonar voru 160 þúsund evrur á síðasta ári en miðað við núverandi gengi eru það 27,6 milljónir króna, eða 2,3 milljónir króna á mánuði. Árni Vilhjálmsson stjórnarformaður fékk sem samsvarar 2,4 milljónum króna í laun á síðasta ári og stjórnarmennirnir Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Hjörleifur Jakobsson og Ólafur Ólafsson fengu 864 þúsund krónur í árslaun fyrir stjórnarsetuna.

Aðalfundur HB Granda verður haldinn föstudaginn 23. apríl í matsal félagsins við Norðurgarð í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is