Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2010 07:04

Segir ástæðu til að stofna hjólreiðafélag

Þorsteinn á hjólinu. Mynd úr safni.
“Það er kominn tími til að stofna hjólreiðafélag hérna á Akranesi. Það eru svo margir sem hjóla hérna, bæði innanbæjar og í sveitinni. Svo er að vora og þá fjölgar hjólreiðamönnunum,” sagði Þorsteinn Þorvaldsson, Akurnesingur á níræðisaldri, sem hjólar sér til heilsubótar um og yfir 20 kílómetra á hverjum degi. Steini er þó ekki á því að hann eigi að vera í forsvari fyrir slíkt félag eða gangast fyrir stofnun þess. “Það er nóg af yngra fólki sem gæti gert þetta. Félagið gæti verið hagsmunafélag fyrir okkur og til dæmis barist fyrir að bæta aðstöðu til hjólreiða bæði innanbæjar og í nágrenninu,” segir Þorsteinn. Hann segir gangstíga innanbæjar þó góða til að hjóla á en lítið pláss sé við þjóðvegina.

“Þetta er þó í lagi hér sunnan við Akrafjallið og inn að göngum. Þar getur maður hjóla í kantinum, þar er gott pláss utan við malbikið en þetta er verra norðan við fjallið.”

 

Þorsteinn var nýkominn frá því að hjóla inn að Hvalfjarðargöngum í suðvestanátt og rigningu þegar hann kom við á ritstjórn Skessuhorns. Hann lætur engan bilbug á sér finna þótt 85 ára sé.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is