19. mars. 2010 08:04
Menningarálanefnd Hvalfjarðarsveitar gengst fyrir Píslargöngu á föstudaginn langa. Lagt verður upp frá Saurbæ klukkan 10:30 á föstudagsmorgni 2. apríl og gengið í nágrenni Saurbæjar um fjall, hálsa og byggð ból. Gangan tekur um 2-3 klst. Göngustjóri verður Heiðrún Sveinbjarnardóttir. Göngumenn fá nesti og hressingu í göngulok. Í tilkynningu segir að tilvalið sé að hlýða á upplestur Sigurðar Skúlasonar leikara á Passíusálmum Hallgríms í Hallgrímskirkju, að lokinni Píslargöngu.