Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2010 02:22

Grímur hættir í Dölunum í vor

Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hefur ákveðið að hætta störfum sem sveitarstjóri þar eftir sveitarstjórnarkosningar í vor. Hann hefur verið sveitarstjóri Dalabyggðar síðastliðin tvö ár en hafði þar áður verið jafnlangan tíma bæjarstjóri í Bolungarvík. “Það er nú bara þannig að þetta hefur verið svolítið tætingslegt hjá mér og mikill þeytingur því konan og börnin eru í Reykjavík og ég hef einfaldlega áhuga að vera meira með fjölskyldunni,” sagði Grímur í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Hann segir tímann í Dölunum búinn að vera fínan. “Ég held ég skilji bara við gott bú. Við höfum tekið talsvert til hérna og margt af því hefur þegar skilað sér og annað fer að skila sér. Auðvitað hafa verið umdeild mál eins og sameining skólanna. Hún tókst vel en skilar sér ekki að fullu í sparnaði ennþá því við erum enn með starfsmenn á biðlaunum. Fjárhagsstaða þessa sveitarfélags er góð og betri en hjá mörgum öðrum þótt tekjurnar mættu auðvitað vera meiri.”

Grímur segir ekki ljóst hvað taki við hjá sér í vor. “Það kemur bara í ljós. Ég reikna með að hætta hér strax eftir sveitarstjórnarkosningar og skil við alla í sátt enda hefur verið gott að vera hérna. Vilji fólk hafa mig eitthvað fram yfir kosningar verð ég við því og einnig er ég tilbúinn að hætta fyrr sé það vilji fólks.”

spurning:
- 19.3.2010 17:56:46 Fékk hann ekki bara að velja á milli þess að verða rekinn eða segja upp sjálfur? Alt í blóma í Bolungarvík eftir að hann fór þaðan.
Skrifið undir nafni !
Skessuhorn ætti ekki að leyfa nafnlausa lesendur.
Hrafn Arnarson
Nafnlaust níð og nöldur er einskis virði
- 21.3.2010 14:13:20 Þegar einhver vill láta ljós sitt skína þá ætti sá sami að kunna sjálfsagða kurteysi og setja nafnið sitt undir. Nafnlaust nöldur og níð er því miður einskis virði. Slík aðferð er mjög ólýðræðisleg og minnir á aðferðir fasista/nasista sem grafa vilja undan réttarríkinu og auka glundroða í samfélaginu til að auðvelda betur valdatöku. Grímur Atlason hefur staðið sig afburða vel í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og reynst vel þeim sem hann hefur þjónað sem sveitarstjóri. Það geta þeir staðfest sem þekkja til starfa hans. Megi svo áfram vera.
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is