Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2010 01:48

Rétt að fylgjast með öskufalli frá eldstöðvunum

Mynd af gosstöðvunum, tekin í morgun.
Eldgosið sem hófst rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi í Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls á Suðurlandi, færðist í aukana eftir því sem leið á nóttina. Gosið telst engu að síður lítið, mun minna en upphaf gosa í Heklu svo tekin séu dæmi. Gossprungan er milli 0,5-1 km á lengd og liggur frá suðvestri til norðausturs. Tólf til þrettán kvikustrókar eru úr sprungunni. Kvikustrókar standa um 200-300 metra í loft upp. Hraun hefur runnið frá sprungunni nokkur hundruð metra til austurs en meginhraunstraumurinn rennur til vesturs. Lítilsháttar gosmökkur er frá gosinu en hann nær ekki meira en um einn kílómeter upp í loftið. Gosmökkinn leggur til vesturs og norðvesturs en veðurstofa gerir ráð fyrir norðaustanátt á svæðinu.

Áhrif af gosinu eru mjög staðbundin enn sem komið er. Í fjölmiðlum í dag var rætt við Halldór Runólfsson yfirdýralækni. Hann segir að bændur þurfi að fylgjast vel með því hvort þeir verði varir við öskufall með tilliti til velferðar búfjár. Enn sem komið er hefur öskufall verið lítið og því engar líkur á að öskufall nái til vestanverðs landsins eins og sakir standa. Sauðfé er víðast hvar á húsi á þessum árstíma, en sumir láta liggja við opið. Halldór Runólfsson mælir með því að menn taki sauðfé inn á hús. Hann segir að eigendur hrossa þurfi að sjá til þess að gefa þeim oftar og huga að því að þau hafi nóg að drekka. Hann segir til bóta að láta hross fá saltsteina svo minni líkur séu á að þau fari að sleikja ösku falli hún til jarðar.

 

Flúor er í allri ösku, í mismiklum mæli. Ekki er búið að mæla flúorinnihald öskunnar sem fallið hefur í gosinu í Fimmvörðuhálsi. Flúor getur leitt til særinda og bólgu í öndunarfærum og meltingarvegi dýra. Langvinn eitrunaráhrif geti haft áhrif á tennur og bein dýra. Halldór Runólfsson segir að öskufall ráðist mikið af vindátt. Aska geti því borist um allt land ef gosið heldur áfram af einhverjum krafti. Gott ráð til að fylgjast með hugsanlegu öskufalli er að setja hvítan matardisk utan dyra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is