Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2010 09:01

Hvalur hf. fær leyfi til tiltektar

Skipulags- og bygginganefnd Hvalfjarðarsveitar samþykkti á síðasta fundi sínum beiðni Hvals hf. um leyfi til að rífa ýmsar byggingar á Miðssandi og Þyrli í Hvalfjarðarsveit. Á Miðsandi fékk fyrirtækið leyfi til að rífa íbúðarhús sem byggt var árið 1935. Á Þyrli veitti nefndin leyfi til niðurrifs margra bygginga. Þar er heimild til að rífa íbúðarhús sem byggt var árið 1937, tvö geymsluhús, annað frá 1928 og hitt frá 1980. Þá má rífa tvö fjárhús sem byggð voru 1935 og tvær hlöður, aðra frá 1928 en hina frá 1985. “Þetta eru nú bara gamlir hjallar í niðurníðslu sem eru varasamir og getur fokið úr hvenær sem er. Það er ekkert ákveðið hvenær við rífum þetta en við vildum hafa leyfið til þess. Svo sjáum við bara til hvenær þetta verður gert en leyfið er fengið,” sagði Gunnlaugur Ragnarsson hjá Hvali hf. um ástæður þess að óskað var eftir leyfi sveitarfélagsins til niðurrifsins. Hvalur hf. á báðar jarðirnar; Miðsand og Þyril.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is