22. mars. 2010 08:45
Föstudaginn 16. apríl nk. verður samstöðuball fyrir starfsmenn Borgarbyggðar og maka, haldið líkt og var á síðasta ári og tókst vel. Þema skemmtunarinnar er höfuðskraut (hattar, spennur, gleraugu og fl.) Húsið opnar kl. 20.30 og dagskráin hálftíma síðar. DJ Óli Palli og Margrét Erla Maack halda uppi stuði fram eftir nóttu. Aðgangseyrir verður kr. 1500 og verða léttar veitingar í boði. Að þessu sinni eru það starfsmenn frá Grunnskólanum í Borgarnesi og Tómstundaskólanum sem sjá um skemmtunina.
–fréttatilkynning.