Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2010 01:01

Vilji til að heimamenn sitji að verkefnum

Svo virðist sem heimaaðilar á Akranesi vilji nú á tímum stöðnunar og lítilla framkvæmda í þjóðfélaginu skipa málum þannig að iðnaðarmenn í bænum sitji að þeim verkum sem til framkvæmda koma. Þannig ákvað stjórn Dvalarheimilisins Höfða á dögunum að beita lokuðu útboði þegar valinn yrði verktaki við stækkun þjónusturýmis dvalarheimilisins, sem er verk upp á um 250 milljónir króna. Bæjarráð Akraness ákvað síðan á fundi í síðustu viku að hafna öllum tilboðum í þakviðgerð á Grundaskóla. Gerði ráðið það á þeim forsendum að framkvæmdaráð bæjarins hefði ekki haft heimild til að bjóða verkið út og er vísað þar í samþykkt frá í ágústmánuði 2008.

Umrætt útboð í þakviðgerð í Grundaskóla hefði ekki verið borið undir ráðið og þar með bæri að afturkalla það. Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu að næstlægsta tilboði í verkið yrði tekið, en það var frá verktakanum Sjamma á Akranesi. Þeirri tillögu var vísað til bæjarráðs og var hafnað, sem og öllum öðrum tilboðum í verkið.

 

Hrönn Ríkharðsdóttir fulltrúi Samfylkingar í bæjarráði lýsti sig andvíga höfnun tilboðanna enda bryti það í bága við nýtt skipurit Akraneskaupstaðar, þar sem að framkvæmdaráð bæjarins væri ætlað að fara með allar framkvæmdir bæjarins. Þá hafi tillögur og samþykkt ráðsins um útboð þakviðgerða í Grundaskóla frá því fyrr í vetur farið í gegnum fundi bæjarstjórnar án athugasemda. Sökum þessa greiningarmunar milli fulltrúa í bæjarráði má búast við umræðum um málið á næsta fundi bæjarstjórnar, sem er á dagskrá á morgun, þriðjudag.

 

Fimm tilboð bárust í þakviðgerðina á Grundaskóla sem er með stærri verkum á vegum Akraneskaupstaðar á þessu ári. Smíðandi ehf. á Selfossi bauð lægst á 14,772 milljónir. Næstlægsta boðið var frá Sjammi ehf. á Akranesi, örlítið hærra eða 14,968 milljónir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is