Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. mars. 2010 12:01

Stóra upplestrarkeppnin á Mið-Vesturlandi

Í liðinni viku fóru fram úrslit í stóru upplestrarkeppninni í Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þar kepptu til úrslita 12 nemendur frá 6 grunnskólum, en þeir eru  Varmalandsskóli, Grunnskóli Borgarfjarðar, Auðarskóli í Dölum, Grunnskólinn í Borgarnesi, Heiðarskóli og Laugargerðisskóli. Keppnin fór þannig fram að hver lesandi las þrisvar sinnum og byrjuðu keppendur á því að lesa úr einni af Árnabókunum eftir Ármann Kr Einarsson. Síðan lásu þeir ljóð eftir Þorstein frá Hamri og að endingu ljóð að eigin vali.

Úrslit urðu þau að í fyrsta sæti varð Hrund Hilmisdóttir úr Grunnskólanum í Borgarnesi. Í öðru sæti varð Brynjar Björnsson úr Grunnskóla Borgafjarðar og í þriðja sæti Ragnar Jónasson úr Laugargerðisskóla. Sparisjóðurinn í Ólafsvík veitti peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin og svo fengu allir þátttakendur og varamenn viðukenningarskjöl fyrir þátttökuna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is