Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. mars. 2010 01:22

Skötuselsfrumvarp Jóns Bjarnasonar samþykkt

Alþingi samþykkti í gær lagafrumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, svokallað skötuselsfrumvarp. Þar er kveðið á um að ráðherra hafi heimild til að auka skötuselskvóta um allt að 2.000 lestir á næstu tveimur fiskveiðiárum og úthluta útgerðum viðbótarkvótanum gegn gjaldi. Frumvarpið var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 17. Lagasetning þessi hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá útgerðaraðilum og nú síðast Samtökum atvinnulífsins, en Vilhjálmur Egilsson formaður SA segir stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sé stefnt í voða.

Ríflega hálft ár er síðan Skessuhorn, fyrst fjölmiðla, sagði frá þessum hugmyndum Jóns Bjarnasonar. Í blaðinu 16. september í haust segir að ráðherrann hyggist breyta lögum til að auka aðgengi að skötusel. “Staðan með skötuselinn er sú að þegar hann var settur í kvóta á sínum tíma þá var veiðin fyrst og fremst úti fyrir Suðurlandi og Suð-Austurlandi. Obbinn af veiðiheimildunum er því tengdur þessum landsvæðum,” sagði ráðherrann og bætti við:

 

“Það þarf að koma til lagabreyting. Skötuselurinn hefur breiðst út og er kominn úti fyrir Vesturlandi og jafnvel úti fyrir Norðurlandi. Það er ekki hægt að segja að það sé sanngjarnt að þeir sem fengu kvóta vegna veiða á skötusel fyrir sunnan land fái margfaldar veiðiheimildir á öðrum miðum vegna þess að aðstæður í sjónum hafa gert það að verkum að skötuselur breiðist út. Ég geri ráð fyrir að leggja fram lagafrumvarp á fyrstu dögum þings í haust sem lúti að skötusel,” sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 16. september 2009.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is