24. mars. 2010 08:01
Fertugasti formannafundur Kvenfélgasambands Íslands sem haldinn var á Hótel Hengli á Nesjavöllum fyrir skömmu lýsir yfir áhyggjum af forgangsröðun niðurskurðar og sparnaðar og sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
„Niðurskurður og sparnaður í íslensku efnahagslífi , þ.a.m. í heilbrigðis- og félagssjónustu er raunveruleiki sem ekki virðist umflúinn. Röng forgangsröðun niðurskurðar hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimilin í landinu þegar t.d. umönnun sjúklinga og aldraðra færist þangað í auknum mæli. Fyrirséð er að sú umönnun muni að mikllu leyti lenda á herðum kvenna. Það er einnig áhyggjuefni að kostnaðurinn vegna læknisþjónustu og lyfja verði munaður og einungis á færi þeirra efnameiri.
Farið er fram á það við ábyrgðaraðila viðkomandi þjónustu að sérstaklega skuli gætt að ofangreindum atriðum við skipulagningu þeirra sparnaðaraðgerða sem framundan eru.”