24. mars. 2010 10:08
 |
Guðmundur Páll Jónsson. |
Framboðslisti Framsóknarflokksins og óháðra á Akranesi fyrir sveitastjórnarkosningar 2010 var samþykktur samhljóða á fjölmennum félagsfundi í gærkvöldi. Listann leiðir Guðmundur Páll Jónsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks og forstöðumaður Fjöliðjunnar. Í næstu sætum listans er fólk sem er nú að feta sín fyrstu spor í sveitarstjórnarmálum.
Í heild sinni er listinn þannig:
1 Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður
2 Reynir Georgsson, byggingarverkfræðingur
3 Dagný Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
4 Elsa Lára Arnardóttir, kennari
5 Kjartan Kjartansson, rekstrarfræðingur
6 Friðrik Jónsson, starfsmaður Varnarmálaskrifstofu
7 Hildur María Sævarsdóttir, nemi og húsmóðir
8 Kristín Karlsdóttir, nemi
9 Steinunn Guðmundsdóttir, nemi
10 Nína Björk Gísladóttir, nemi
11 Bjarki Aðalsteinsson, verkamaður
12 Sigurður Haraldsson, verkamaður
13 Sigrún Guðnadóttir, lögfræðinemi
14 Valdimar Þorvaldsson, vélvirki
15 Þorsteinn Ragnarsson, formaður Akranesdeildar Búmanna
16 Guðni Tryggvason, verslunarmaður
17 Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrv. Ráðherra og frkv.stj. Velferðarsjóðs barna
18 Jón Guðjónsson, vélstjóri