Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2010 12:15

Erfitt að ná símasambandi við Vinnumálastofnun

“Það er mjög bagalegt að fólk skuli ekki ná símasambandi hingað inn en ástandið hefur þó heldur lagast frá því sem áður var því í byrjun mars fjölgaði hér tímabundið um einn starfsmann,” segir Guðrún Sigríður Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vesturlandi.  Skessuhorni hafa borist kvartanir yfir hve erfitt sé að ná símasambandi við stofnunina. Algengt er að símsvari tilkynni um að allar línur séu uppteknar og símtölum verði svarað í þeirri röð sem hringt er og slík svör hlustar fólk á í margar mínútur. Á þessu eru þó undantekningar og þeir sem heppnir eru geta fengið fljót og greið svör strax. Jafnvel hefur verið orðrómur um að ósvöruð símtöl, eða svokölluð “missed call,” hjá stofnuninni hafi farið upp í 200 á einum degi. Guðrún vill ekki staðfesta það en segir ósvöruð símtöl hins vegar of mörg.

 

 

Í þessari viku eru skráðir einstaklingar án atvinnu á Vesturlandi 590 talsins. Af því leiðir að álag á starfsfólk Vinnumálastofnunar er mjög mikið og fjölgun þeirra ekki í samræmi við fjölgun atvinnulausra. “Við erum fjórar að vinna hérna og ef því er að skipta svörum við allar í símann. Það er hins vegar þannig að hver og ein getur bara talað við einn í einu þannig að það er ekki auðvelt um vik. Auk þess erum við Bryndís náms- og starfsráðgjafi talsvert á ferðinni um Vesturland til að hitta atvinnuleitendur og ekki síst út af þeim fjölmörgu úrræðum sem eru í gangi víða á svæðinu fyrir atvinnuleitendur.  Við vorum til dæmis báðar með fundi og viðtöl í Ólafsvík og Stykkishólmi í síðustu viku, auk fundar í Borgarnesi.“

 

Nánar er rætt við Guðrúnu S Gísladóttur í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í yfirmann Vinnumálastofnunar við vinnslu fréttarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is