Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2010 03:14

Brjálað að gera í ísbúðinni Íslandi

Snæfellingurinn Hlédís Sveinsdóttir réðst í það í byrjun ársins að opna ísbúð í Reykjavík. Ísbúðin heitir því hófsama nafni Ísland og er á besta stað í bænum, við Suðurver hjá Kringlumýrarbraut, skammt frá Kringlunni. Ísbúðin Ísland var opnuð 28. janúar síðastliðinn og hefur fengið góðar viðtökur. Hún er nú opin frá hálf tólf á morgnana til sama tíma á kvöldin og mikið að gera. „Ég var að vinna hérna mestallan febrúarmánuð og er komin með þó nokkurt staff í kringum þetta,“ segir Hlédís. Hún sagði í samtali við Skessuhorn að sig hafi lengi langað til að opna hlýlega ísbúð í stað allra þessara stöðluðu köldu ísbúða. „Mitt markmið var að hafa búðina hlýlega, kósý og fallega með sterkri skírskotun til sveitarinnar og uppruna afurðanna. Það er nefnilega þannig að ísinn er ekki frá verksmiðunni og kjötið ekki frá SS. Ísinn kemur frá kúnni og kjötið er af kindinni.

Við framleiðendur og bændafólk megum aldrei gleyma þessu og eigum að ota því fram. Ég held það hafi bara tekist bærilega að skapa þetta umhverfi hérna. Í búðinni er ég með einn vegginn alveg undir mynd af kú rétt eins og þetta sé á túninu og framan á búðinni er sterk mynd úr sveitinni.“

 

Nánar er rætt við Hlédísi í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is