25. mars. 2010 09:01
Sundfólk frá ÍA náði frábærum árangri á Meistaramóti Íslands í sundi sem fram fór í Laugardalslaug um helgina, kom heim með þrjú gull, fimm silfur og 11 brons. Salome Jónsdóttir varð Íslandsmeistari í tveimur greinum og Ágúst Júlíusson í einni. Ágúst og Salome unnu sína fyrstu Íslandsmeistaratitla í sundi strax á fyrsta degi mótsins. Ágúst í 50 metra flugsundi en Salome í 400 metra fjórsundi. Birgir Viktor Hannesson var einungis hársbreidd frá titli í 400 metra fjórsundi, endaði í öðru sæti. Leifur Guðni Grétarsson varð þriðji í 100 metra bringusundi og Jón Þór Hallgrímsson sömuleiðis í 200 metra baksundi. Þá náði kvennasveitin þriðja sæti í 4x200 metra skriðsundi.
Á öðrum degi, laugardag, munaði minnstu að gull næðist í tveimur greinum. Ágúst Júlíusson varð annar í 100 metra flugsundi og þriðji í 50 metra skriðsundi. Inga Elín Cryer varð þriðja í 200 metra fjórsundi og önnur í 400 metra skriðsundi, en Salome Jónsdóttir varð þriðja í sama sundi. Jón Þór Hallgrímsson varð þriðji í 50 metra baksundi og fimmti 100 metra flugsundi. Þá varð Birgir Viktor Hannesson þriðji í 200 metra fjórsundi.
Á seinasta degi mótsins varð Salome Íslandsmeistari í 200 metra flugsundi og vann sinn annan titil á mótinu. Jón Þór Hallgrímsson stóð sig einnig frábærlega, varð annar í 200 metra flugsundi og þriðji í 100 metra baksundi. Birgir Viktor Hannesson bætti einnig í verðlaunasafnið með bronsi í 200 metra bringusundi. Þessi síðasti dagur var góður endur á frábærri ferð Skagamanna á MÍ í sundi.
Ljósm. af hópnum: Bjarki Georgsson.