25. mars. 2010 01:07
Samninganefnd stéttarfélaga starfsmanna Norðuráls hefur boðar til fundar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu við forsvarsmenn Norðuráls. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 29. mars kl. 20:30 í Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11 á Akranesi. Á heimasíðu VLFA segir að Vilhjálmur Birgisson formaður félagsins, sem jafnframt er formaður samninganefndar fyrir hönd starfsmanna, muni gera grein fyrir stöðunni í samningaviðræðunum og munu starfsmenn geta spurt samninganefndina um hin ýmsu atriði sem lúta að kjarasamningsgerðinni. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur ríkissáttasemjari ákveðið að næsti sáttafundur í kjaradeilunni verði ekki fyrr en 6. apríl nk.