Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2010 12:01

Fyrrum ritstjóri dæmdur fyrir orð þriðja aðila

Guðríður Haraldsdóttir, aðstoðarritstjóri tímaritsins Vikunnar, var í Héraðsdómi Vesturlands fyrr í vikunni dæmd til að greiða 13 ára stúlku og föður hennar samtals tvær milljónir króna, auk vaxta, í miskabætur vegna greinar sem birtist í Vikunni um fjölskylduna. Greinin byggði á viðtali við ömmu stúlkunnar. Guðríður var einnig dæmd til þess að greiða málskostnað og opinbera birtingu dómsorðsins, samtals 2,8 milljónir. Í samtali við vefmiðilinn Pressuna segist Guðríði brugðið.  “Mér hefur verið sagt að það sé ekki fordæmi fyrir því að manneskja sé dæmd fyrir það sem hún skrifaði ekki og orð sem eru höfð eftir þriðja aðila.”

Umfjöllunin var í tímariti Vikunnar í fyrra, bæði á forsíðu og inni í blaðinu. Þar var viðtal við ömmu stúlkunnar sem í kjölfar dótturmissis fær ekki að umgangast barnabarn sitt eftir að stúlkan var ættleidd af stjúpmóður sinni. Í umfjölluninni var stúlkunni líkt við Öskubusku og einnig ýjað að því að faðirinn væri ofbeldismaður. “Ég er í raun hissa á dómnum og einnig á upphæðinni þar sem til dæmis fórnarlömb nauðgana og annars ofbeldis fá aldrei svona háar upphæðir í miskabætur,” segir Guðríður. Hún var á þessum tíma að leysa af sem ritstjóri og las greinina yfir með tilliti til stafsetningarvilla og málfars áður en hún færi í prófarkalestur.

 

“Mér fannst ég hins vegar ekki hafa leyfi til þess að breyta orðum konunnar. Ég hafði einlæga samúð með henni, hún var svipt eigin holdi og blóði fyrir dómstólum, ég hélt að það væri ekki hægt. Af því að barnið var ættleitt af eiginkonu föður þess varð amman réttlaus. Það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að fjalla um þetta erfiða mál. Að morgni dagsins sem aðalmálsmeðferð málsins átti að fara fram var óvænt fallið frá öllum kröfum á hendur ömmunni.” Guðríður segir að það muni breyta hlutunum mjög að blaðamenn verði persónulega dæmdir fyrir skrif, en ekki viðmælendur þeirra né útgáfufélög. “Það má vissulega ekki segja hvað sem er en þetta mun án efa tákna þöggun um viðkvæma hluti sem eiga erindi upp á yfirborðið. En ég stend á því að mér fannst ég ekki hafa rétt til þess að breyta orðum ömmunnar. Ég kom þarna að sem þriðji aðili,” segir Guðríður Haraldsdóttir í viðtalinu við: www.pressan.is 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is