Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. mars. 2010 08:04

Landssamband eldri borgara mótmælir skerðingu á kjörum

"Landssamband eldri borgara krefst þess að lífeyrir aldraðra verði þegar í stað leiðréttur og hækkaður til samræmis við hækkun kaupgjalds 1. júlí og 1. nóvember 2009. Það hefur verið föst venja mörg undanfarin ár, að lífeyrir aldraðra hækki til samræmis við hækkanir kaupgjalds. Landssambandið mótmælir þeirri ósvífni að skerða frítekjumark og því að auka skerðingu átryggingabótum vegna vaxtatekna og lífeyrissjóðsgreiðslna. Sambandið krefst þess að skerðing sú er varð á kjörum eldri borgara 1. júlí 2009 verði afturkölluð.”

Þá bendir Landssambandið einnig á eftirfarandi:

“Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóðstekna er farið að skaða eldri borgara. Það er staðreynd að enginn ávinningur er hjá þeim sem lagt hefur í lífeyrissjóð og fær 60 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði nú um stundir. Það er ekki í samræmi við upphaflegan tilgang lífeyrissjóða og almannatrygginga. Um leið og kjaraskerðingin frá 1. júlí 2009 verður felld úr gildi krefst Landssamband eldri borgara þess að manneskjulegri vinnubrögð verði viðhöfð við gerð nýrra laga í samráði við LEB.

 

Hvað varðar þjónustu við eldri borgara þá mótmælir Landssamband eldri borgara harðlega þeirri ósvífni stjórnvalda, sem kemur fram í niðurskurði hvað varðar hjúkrunarheimili fyrir aldraða og öryrkja og lyfjakostnaði sömu hópa. Þá mótmælir sambandið því samráðsleysi, sem viðgengst á flestum sviðum hvað þessi mál varðar og virðist einnig einkenna margar ráðstafanir þessarar ríkisstjórnar. Krefjumst við breytinga þar á. Við teljum lágmarks kurteisi að fólk sé virt viðtals.

 

Landssamband eldri borgara leggur jafnframt megináherslu á að fjárforræði aldraðra sé virt enda telst það til grundvallar mannréttinda. Það er óviðunandi að þeir sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum hafi ekkert um sín fjármál að segja en fái þess í stað skammtaða vasapeninga. Því krefst LEB þess að núverandi greiðslufyrirkomulag á öldrunarstofnunum verði lagtniður og fjárhagslegt sjálfstæði aldraðra verði tryggt.

LEB leggur jafnframt áherslu á að fjölga þjónustu- og búsetuúrræðum aldraðra. Þannig eiga þeir sem þess óska að geti dvalið sem lengst á heimilum sínum og fá þar sem besta þjónustu, án þess að íþyngja fjölskyldum sínum. Jafnframt er lögð áhersla á að þeir sem þess óska geti dvalið á sambýlum þar sem hugað er að andlegum, tilfinningalegum, félagslegum og líkamlegum þörfum þeirra.

 

Loks mótmælir LEB því að svo virðist sem taka eigi upp gömlu hreppaflutningana á ný, en þeir voru aflagðir 1937 en nýjasta dæmi um það var varðandi öldrunarstofnunina Sólborg á Flateyri undir yfirskyni sparnaðar.  Sparnaðurinn er fyrst og fremst fólginn í því, að losa ríkið undan ýmsum greiðslum. Í staðinn borgar gamla fólkið og öryrkjarnir, sem ekki geta bætt sér upp aukin útgjöld með því að auka tekjur sínar.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is