Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2010 02:15

Snæfellingar skora á ráðherra að auka þorskkvótann tafarlaust

Páll Ingólfsson með fyrirspurn. Ljósm. sig.
Ríflega hundrað manns mættu í gærkveldi á fund sem var haldin í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Fundurinn var haldinn að forgöngu Verkalýðsfélags Snæfellinga og bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, þar sem þungum áhyggjum var lýst yfir horfum í atvinnumálum á svæðinu. Þingmönnum kjördæmisins var boðið að sitja fundinn og svara fyrirspurnum úr sal og vakti það töluverða athygli að enginn þingmaður ríkisstjórnarflokkanna mætti, einungis tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar, þeir Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson.

Kristinn Jónsson bæjarstjóri stýrði fundinum og hvatti hann bæjarbúa til að snúa bökum saman. Hann benti á alvarlegt ástand vegna kvótaleysis þar sem afkoma bæjarbúa og alls norðanverðs Snæfellsnes byggist á afkomu sjávarútvegsins.

Sigurður Arnfjörð, formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga, las upp harðorða ályktun á fundinum, þar sem m.a. er lýst því ástandi sem nú er í Snæfellsbæ og á Snæfellsnesi öllu.

 

„Fjörðurinn er fullur af fiski, en nánast allur flotinn bundinn við bryggju vegna skorts á aflaheimildum. Núna um miðjan marsmánuð eru bátar búnir með kvótann sem þýðir að hér verður stórfellt atvinnuleysi. Hundruð manna í fiskvinnslu og sjómenn missa vinnuna. Því skorar Verkalýðsfélag Snæfellinga á sjárvarútvegsráðherra að leita allra leiða til að auka kvótann.“

 

Fyrirspurnir úr sal voru líflegar og sveið mönnum það sérstaklega að enginn frá stjórnarliðum mætti til svara. Ólafur Rögnvaldsson benti m. a. á að illa horfði fyrir fyrirtæki hans Hraðfrystihús Hellissands með að standa við samninga við erlenda fiskkaupendur og væri mikill hætta með þá markaði sem mikill tími fór í að ná á árum áður. Sigurður Jónsson útgerðarmaður og fiskverkandi spurði þá Ásbjörn og Gunnar Braga hvað bankarnir og aðallega Landsbankinn ætlaði að gera fyrir fyrirtækin og einstaklingana í landinu. Ásbjörn svaraði því til að hann gæti engu svarað fyrir bankana því hann vissi ekki neitt um þá og sennilega vissu fæstir inni á þingi hvað bankarnir ætluðu að gera. Gunnar Bragi sagði að þegar bankarnir kæmu til tals og leitað væri svara þá minnti það helst á ríki í ríkinu og enginn svör fengjust.

 

Ásbjörn sagði að það ætti að auka kvótann tafarlaust um 45.000 tonn og benti á að á árinu 1983 hafi hrygningarstofn þorsks verið 130.000 tonn sem var 20% af heildarstofni, en árið 2008 hafi hann verið komin í 203.000 tonn. Eyrún Ingibjörg sveitarstjóri á Tálknafirði sagði að þar væri allt að stöðvast og sjómenn nú þegar fengið uppsagnarbréf. Hún varpaði þeirri spurningu fram að ef ekki ætti að auka við aflaheimildir núna, hvenær þá? Gunnar Bragi sagði m.a. að umræðan um sægreifana sem gamblara væri óþolandi og lítilsvirðing gagnvart útgerðarmönnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is