03. apríl. 2010 08:34
Föstudaginn 9. apríl nk. verður Borgfirðingaball haldið á Hótel Borg í Reykjavík. Í tilkynningu segir að húsið opni klukkan 23 og verður opið fram eftir nóttu. “DJ. Kiddi Bigfoot mun halda uppi stemningunni með skemmtilegri tónlist fyrir allan aldur. Borgfirðingaball í Reykjvík var haldið í fyrsta skiptið fyrir ári síðan á skemmtistaðnum NASA og mættu yfir 400 Borgfirðingar og skemmtu sér vel saman. Árgangar tóku sig saman og hittust fyrir ballið og fólk hitti gamla vini og kunningja sem þeir höfðu ekki séð svo árum skipti. Borgfirðingaball er vettvangur fyrir alla Borgnesinga og nærsveitamenn, brottflutta, aðflutta og síðast en ekki síst óflutta, gamla, unga og miðaldra,” segir í fréttatilkynningu.