Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2010 02:42

Norðurál verður aðalstyrktaraðili knattspyrnufélags ÍA

Gengið hefur verið frá samningi þess efnis að Norðurál verði aðalstyrktaraðili Knattspyrnufélags ÍA næstu þrjú árin. Samstarfið tekur til starfsemi allra knattspyrnuflokka; kvenna, karla og barna innan vébanda félagsins.  Það voru Gísli Gíslason formaður Knattspyrnufélags ÍA, Jóhanna Hallsdóttir varaformaður félagsins, Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls og Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Norðuráli, sem undirrituðu í gær samkomulag þessa efnis. Gísli Gíslason fagnar samkomulaginu. „Norðurál hefur sýnt sig að vera mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir okkur Skagamenn. Það má kannski segja að starfsemi Norðuráls á Grundartanga sé svipaður burðarás í atvinnulífinu hér eins og knattspyrnan hjá ÍA er burðarás íþrótta- og tómstundastarfs. Tilkoma Norðuráls hefur hleypt nýju lífi í byggðarlögin hér á svæðinu eftir kyrrstöðu mörg ár á undan og ég vænti þess að samstarfið við Norðurál á knattspyrnusviðinu verði ekki síður uppbyggilegt og uppörvandi,” segir Gísli.

Ragnar Guðmundsson forstjóri segir fara vel á því að Norðurál styðji við íþróttalíf á Akranesi enda sé um að ræða góða granna Norðuráls á Grundatanga. „Við hjá Norðuráli sækjum margt til Akraness, fjölmargir starfsmanna okkar og verktaka eru þaðan, auk þess sem við kaupum þaðan ýmis aðföng og þjónustu. Svo getur maður auðvitað ekki annað en dáðst að glæstri sögu þessa merka knattspyrnufélags enda er það er von okkar hjá Norðuráli að samstarfið skili sér í enn fleiri ánægjustundum, öflugu æskulýðsstarfi og árangri þeirra sem iðka knattspyrnu á Skaganum.“

 

Mikill fjöldi iðkar knattspyrnu hjá ÍA og á Akranesi er aðstaða til knattspyrnu með því besta sem þekkist á Íslandi. Miðstöð íþrótta er á Jaðarsbökkum, þar sem finna má m.a. hina glæsilegu fjölnota Akraneshöll, aðalleikvang bæjarins og íþróttahús. Á Jaðarsbökkunum sjálfum eru fjölmargir knattspyrnuvellir sem njóta vinsælda á sumrin, auk sparkvalla við grunnskóla bæjarins sem nýtast allt árið um kring. Í júnímánuði í sumar fer fram Norðurálsmótið á Akranesi sem er eitt stærsta mót yngri flokka á landinu þar sem um 175 lið taka þátt frá fjölmörgum félögum. Ætla má að keppendur og gestir sem mæta til mótsins verði vel á fjórða þúsund.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is