03. apríl. 2010 11:26
 |
Björn var meðal fimm lesara í gær. |
Í gær, föstudaginn langa, voru Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar lesnir í heild sinni í sjöunda sinn í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Björn Stefán Guðmundsson, Jóhannes Haukur Hauksson, Íris Björg Guðbjartsdóttir, Sesselja Árnadóttir og Eggert Aðalsteinn Antonsson sáu um lesturinn sem hófst kl. 13:30 og tók rúmar fjórar klukkustundir. Boðið var upp á kaffi og með því í þjónustuhúsinu. “Lesturinn var góður og þess má geta að Björn las sálma í fimmta sinn, en hann hefur þrisvar lesið sálmanna einn, þar af í fyrstu tvö árin,” segir séra Óskar Ingi Ingason sóknarprestur.