Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2010 12:51

Eldhaf í Borgarfirði

Nokkuð var um sinubruna í Borgarfirði í gær, laugardag. Slökkvilið Borgarbyggðar var einu sinni kallað út, en það var vegna elds í jarðvegi við sumarhús skammt frá Langá á Mýrum. Þar hafði sumarhúsafólk hellt kolum úr grilli í þurran jarðveg og yfirgefið húsið eftir það. Að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkvistjóra voru það ungmenni sem voru á ferð í nágrenninu sem björguðu því að ekki varð mikill eldur. Hringdu þau út slökkvilið en hófu sjálf slökkvistarf með því að ausa vatni úr heitum potti á eldinn. Vildi Bjarni koma á framfæri þökkum til unga fólksins sem forðaði stærri bruna.

Þykkan reykjarmökk lagði um uppsveitir Borgarfjarðar í gærdag og fram á kvöld. Bændur höfðu fengið leyfi til sinubruna og var meðal annars kveikt í sinu í Hvítárvallaflóanum sem er all víðfeðmur. Þegar kvölda tók í gær mátti sjá þykka reykjarslæðu liggja yfir dölunum í uppsveitunum líkt og dalalæðu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd Kristínar Jónsdóttur var mikill eldur í sinu í Borgarfirði eftir að skyggja tók í gærkvöldi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is