Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2010 12:14

Maríanne unglingameistari í fittness

Akurnesingar áttu glæsilegan fulltrúa á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem fór fram um helgina í Íþróttahöllinni á Akureyri. Maríanne Sigurðardóttir tvítug Skagastúlka gerði sér lítið fyrir og sigraði í unglingaflokknum á mótinu. Þetta er reyndar annar Íslandsmeistaratitill hennar í unglingaflokknum. Hún sigraði líka árið 2007, en var að koma inn að nýju núna eftir hlé frá keppni síðustu tvö árin.

Maríanne var eini Akurnesingurinn á mótinu en hún hefur æft í vetur undir leiðsögn föður síns Sigurðar Sigurðssonar skósmiðs. „Þetta gekk bara miklu betur en ég átti von á. Mér gekk mjög vel að skera niður fyrir mótið.“ Maríanna segir að munurinn á mótinu núna og fyrir þremur árum sé sá að þá var þrautakeppni, sem nú hefur verið tekin út. „Núna snýst þetta bara um að líta vel út,“ segir Maríanne.

Keppnin í unglingaflokknum var jöfn, sérstaklega milli þeirra sem urðu í öðru og þriðja sætinu.  Margrét Heimisdóttir hafnaði í öðru sæti og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir í því þriðja. Þetta var 15. Íslandsmeistaramótið í fittness.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is