07. apríl. 2010 07:04
Mjög mikil umferð var í gegnum umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum um páskana. Gekk hún að mestu leyti mjög vel fyrir sig. Tuttugu og fimm voru þó teknir fyrir of hraðan akstur og þrír fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þá var einnig lagt hald á lítilræði af kannabisefnum og kókaíni sem og neyslutólum. Þá bar nokkuð á „landaumbúðum“ og telur lögreglan ljóst að landaframleiðsla og -neysla hafi aukist töluvert að undanförnu, en nokkur ár eru síðan hans varð vart í þessum mæli.