07. apríl. 2010 09:02
Skarð á Skarðsströnd er þekktur sögustaður og höfuðból úr Íslendingasögunum. Það var ekki alveg svo langt út á Skarðsströndina sem ferð blaðamanns Skessuhorns var heitið þegar hann ók á dögunum um Svínadalinn sem leið lá í Saurbæ og þaðan vestur yfir á Skarðsströnd. Umhverfið er ekki margbreytilegt þegar ekið er vestur með Fagradalshlíðinni en síðan kemur allt í einu í ljós fallegur dalur sem hlíðin dregur nafn sitt af. Ferðinni er einmitt heitið í Innri-Fagradal að hitta að máli Sigurð Þórólfsson bónda og fyrrum framámann í málefnum Saurbæinga um árabil. Sigurður hefur búið allan sinn búskaparaldur í Innri-Fagradal ásamt konu sinni Erlu Karlsdóttur frá Kollsá í Hrútafirði.
Sjá ítarlegt viðtal við Sigurð í Skessuhorni sem kom út í dag.