07. apríl. 2010 02:01
 |
Á spjalli á kajanum. |
Einar Guðmundsson vigtarmaður við Akraneshöfn segir grásleppuveiðina fara mjög vel af stað og veiðin sé betri en á sama tíma í fyrra. „Mér sýnist þetta líta mjög vel út, en annars er ég eiginlega upptekinn núna,“ sagði Einar í samtali við Skessuhorn í gær þegar hann var önnum kafinn að vigta hrogn fyrir hrognavinnslu Vignis G. Jónssonar á Akranesi. Einar sagði að einir 12 bátar geri nú út frá Akranesi á veiðarnar, svipaður fjöldi og var á vertíðinni í fyrra. Grásleppubátunum er hins vegar að fjölga óðum þessa dagana og stefnir í það þeir verði mun fleiri en á síðustu vertíð. Eftir miklu er að slægjast þar sem vöntun er á grásleppuhornum og verðið í sögulegu hámarki.
Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.