07. apríl. 2010 11:41
Björgunarsveitirnar Berserkir, Elliði, Klakkur og Lífsbjörg á Snæfellsnesi leituðu í nótt að 13 ára gamalli stúlku sem saknað var frá Lýsuhóli. Einnig var kallað út hundateymi frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Útkall barst sveitunum rétt fyrir klukkan 03:00 í nótt og um klukkan 4:30 fannst stúlkan heil á húfi. Hafði hún hlaupist á brott og falið sig.