09. apríl. 2010 07:04
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leita eftir því við félags- og tryggingamálaráðuneytið að Akraneskaupstaður myndi eitt þjónustusvæði vegna málefna fatlaðra og flutnings þjónustunnar yfir til sveitarfélaga. Í ályktuninni er sett fram sú ósk með form þjónustunnar að Akraneskaupstaður verði leiðandi sveitarfélag sem geti boðið nágrannasveitarfélögum þjónustusamninga ef eftir því verði leitað. Ráðuneytið hefur að grunni til lagt upp með að hvert þjónustusvæði með málefni fatlaðra hafi a.m.k. 8000 íbúa byggð að baki. Gangi það fram má reikna með að þjónustusvæði á Vesturlandi verði að hámarki tvö, ekkert eitt sveitarfélaganna á svæðinu verði sérstakt þjónustusvæði.