Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. apríl. 2010 08:04

Varahlutalager Kraftvéla til Vélaborgar

Eins og fram hefur komið í fréttum var fyrirtækið Kraftvélar ehf. lýst gjaldþrota í desember á síðasta ári. Í liðnum mánuði gerðu eigendur Vélaborgar samning við þrotabú þess um kaup á öllum varahluta- og rekstrarvörulager Kraftvéla. “Markmið eigenda Vélaborgar með þessum kaupum er að tryggja fyrrverandi viðskipavinum Kraftvéla sem og öðrum, þá bestu varahlutaþjónustu sem völ er á við þær rekstraraðstæður er nú ríkja. Nú er flutningi lagersins yfir í húsnæði Vélaborgar að Krókhálsi 5F í Reykjavík lokið og sala úr honum er þegar hafin,” segir í fréttatilkynningu.  Seint á síðasta ári festu eigendur Vélaborgar kaup á öllum varahlutalager Vélavers. Eftir þau kaup hefur fyrirspurnum til Vélaborgar sem og útvegun varahluta fjölgað gríðarlega.

“Með uppkaupum á lager Kraftvéla og Vélavers hefur nú verið stigið stórt skref í þá átt að þjónusta enn betur en áður fyrrverandi viðskiptamenn þessara fyrirtækja. Einnig höfum við alltaf lagt á það áherslu að hafa aðgang að hraðvirku og hagkvæmu pöntunarkerfi á þeim varahlutum sem ekki eru til á lager. Í hinum nýkeypta lager er mikið magn af varahlutum og rekstrarvörum í merki eins og Komatsu, Rammer, Moxy, Fintec, Hako, Atlet, Tamrock, Dynapac, JLG, Matbro og Sandvik. Einnig ýmis tæki og aukahlutir eins og Hinowa smátæki, Miller skóflur og hraðtengi, Topcon mælitæki, Dynapac jarðvegsþjöppur og slípiþyrlur, Engcon rótotilt og margt fleira.”

Hjá Vélaborg og systurfélögum, VB Landbúnaði og VB Vörumeðhöndlun starfa 55 manns, þar af 10 í varahlutum og yfir 20 í þjónustu og Vélaborg er með verkstæðisrekstur bæði á austurlandi og í Reykjavík.

“Hjá Vélaborg er nú staðsettur stærsti vörulager af íhlutum og rekstrarvörum í vinnuvélar á Íslandi og við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna. Það borgar sig að hringja fyrst í okkur og kanna hvort að varahluturinn sé til. Við gætum hæglega  átt hann til á góðu verði.  Nánari upplýsingar eru veittar hjá sölumönnum Vélaborgar í síma 414 8600.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is