Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2010 10:24

Óvægin samkeppni við “bankakjöt” eitt helsta vandamál sauðfjárbænda

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var settur í morgun. Í setningarræðu Sigurgeirs Sindra Sigurgeirssonar formanns kom fram að 25 ár eru liðin frá stofnun samtakanna.  Fyrir aldarfjórðungi var staða sauðfjárbænda erfið með tilkomu framleiðslutakmarkana, efnahagsástandið í þjóðfélaginu var slæmt, atvinnuleysi mikið, verðbólga sömuleiðis og vextir háir. Sala afurða gekk auk þess erfiðlega innanlands. Ofan á þetta allt var óvægin og gegndarlaus neikvæð umræða í þjóðfélaginu um ríkisstuðning til landbúnaðar sem meðal annars leiddi til þess að Alþýðusamband Íslands óskaði eftir því að niðurgreiðslur í landbúnaði yrðu felldar niður. Þeir aðilar sem stóðu að stofnun LS voru óánægðir með bændaforystuna í landinu og þau fyrirtæki sem sáu um afsetningu afurðanna.”

Á þessum aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun samtakanna hefur margt breyst þótt vissulega megi líkja mörgu saman, en verulega hefur þó dregið úr neyslu dilkakjöts hér innanlands síðan þá:

“Samdráttur hefur orðið í framleiðslu lambakjöts um 27% og birgðastaða er nú 40% lægri en hún var á sama tíma 1985. Á þessum tíma hefur mikil neyslubreyting átt sér stað í þjóðfélaginu og neysla á lambakjöti farið úr 41 kg á íbúa í 23 kg. Á sama tíma hefur heildarkjötneysla aukist úr 66 í 85 kg á mann. Niðurstaðan er því sú að lambakjöt hefur látið í minni pokann fyrir hvíta kjötinu, þar sem neysla á svínakjöti hefur aukist um 230% og neysla á alifuglakjöti um 300%.”

 

Sauðfjárbændur bera sjálfir tapið

Sindri vék meðal annars að hinni óvægnu samkeppni sem fælist í niðurgreiddu hvítu kjöti í boði bankastofnana. Sagði hann að þó vel hafi tekist til í útflutningi sé heimamarkaður íslenskum bændum gríðarlega mikilvægur. “Við þurfum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva undanhald kindakjöts á íslenskum kjötmarkaði. Erfið staða lambakjöts á innanlandsmarkaði í dag og samdráttur í neyslu er áhyggjuefni. Það er hinsvegar enn meira áhyggjuefni hvernig síendurtekin og gengdarlaus offramleiðsla sumra framleiðanda á svínakjöti er látin viðgangast. Það setur allan kjötmarkað í uppnám með tilheyrandi verðfalli hjá öllum öðrum framleiðendum. Framleiðendaverð á svínakjöti dugar í dag ekki fyrir breytilegum kostnaði, eigið fé þeirra er óðum að brenna upp eða er uppurið og rekstur sumra þeirra kominn í hendur fjármálastofnana. Jafnvel í annað eða þriðja sinn á innan við áratug. Ekki hafa verið afskrifaðar háar fjárhæðir vegna sauðfjárbænda á undanförnum árum. Það tap hefur að mestu verið borið af sauðfjárbændum sjálfum.”

 

Egg og beicon “Beint frá banka”

“En fjárhæðir er tapast hafa í kjúklinga og svínakjötsframleiðslu eru gríðarlegar. Vissulega hafa bændur þar tapað fjármunum. En tap lánastofnanna er mælt í milljörðum. Í niðursveiflu áranna 2002-2004 var talið að tap á hverju framleiddu kílói af kjúklinga- og svínakjöti hefði verið um 120 kr. Vissulega hafa þeir ekki haft beingreiðslur, líkt og sauðfjárbændur, en þeir hafa haft fullkomið frelsi til stækkunar búa og ekki sætt útflutningsskyldu líkt og við. Greinilega haft ríkulegan aðgang að lánsfjármagni. Ekki ætla ég síður að spyrja eftir framtíðarsýn og ábyrgð þeirra lánastofnana sem nú þurfa að afskrifa enn og aftur mikla fjármuni. Það voru orð í tíma töluð í morgun þegar fjárbændur höfðu orð á því við morgunverðarhlaðborðið hér á Sögu að eggin og fleskið væru líklega „Beint frá banka.“ Hvað þessi mál varðar þá bind ég miklar vonir við starfshóp landbúnaðaráðherra um framtíðarskipulag á kjötmarkaði. Vonandi koma skýr og sterk ákvæði til að skapa traustar forsendur fyrir afkomu og stöðugleika kjötframleiðslunnar. Slíkar kollsteypur sem kjötmarkaður tekur koma alltaf sem reikningur til neytenda. Sama hvernig er á það er litið.

 

Töpum á inngöngu í ESB

Sindri vék að því að á vegum Bændasamtaka Íslands hafi farið fram mikil upplýsingasöfnun um áhrif inngöngu í Evrópusambandið á íslenskan landbúnað. “Af þeim upplýsingum sem hefur þegar verið safnað má ráða að innganga í ESB mun hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað. Málflutningur Bændasamtakanna hefur verið einkar rökfastur í þessu máli og hefur ekki verið hrakinn. Þessi öfluga hagsmunagæsla hefur kallað á öfgakennd viðbrögð þeirra sem hlynntir eru aðild að ESB. Þetta hefur og mun leiða til þess að aðildarsinnar reyni með ráðum og dáð að höggva í þá samstöðu sem er meðal bænda í andstöðu sinni við aðild.”

Gagnrýndi Sindri Samfylkinguna harðlega fyrir einarðan stuðning við inngöngu í ESB meðal annars með því að loka eyrunum fyrir mótrökum meðal annars frá forystu bændastéttarinnar. Slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. “Ríkistjórn undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur hefur kosið að gera allt til þess að láta draum sinn um að verða peð í valdatafli Evrópuþjóða rætast, sama hvað það kostar,” sagði Sigurgeir Sindri.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is