09. apríl. 2010 11:01
Síðastliðinn miðvikudag hófust að nýju framkvæmdir á byggingarreit vatnsverksmiðju Icealand Glacier Products í Rifi. Það eru starfsmenn Þorgeirs ehf. í Rifi og Vélsmiðju Árna Jóns sem reisa verksmiðjuhúsið. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér var prýðilegt veður í Rifi á miðvikudaginn og útsýni fagurt til jökulsins. Árni Jón Þorgeirsson framkvæmdastjóri segir að verkið muni fara rólega af stað nú í apríl en hann átti von á því að efnið í húsið, sem liggur á hafnarbakkanum í Reykjavík, muni skila sér innan tíðar. Ef það standist segir hann að framkvæmdir fari á fullan skrið í maí.
Sjá fleiri myndir frá reisingunni á: www.arnijon.is