Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. apríl. 2010 12:04

Öllum tilboðum hafnað í þakviðgerð Grundaskóla

Framkvæmdaráð Akraneskaupstaðar ákvað á fundi sínum sl. miðvikudag að beygja sig undir samþykkt bæjarráðs og bæjarstjórnar Akraness og hafna öllum fimm tilboðunum sem bárust í viðgerð á þaki Grundaskóla í vetur. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að framkvæmdaráði hafi verið óheimilt að bjóða út verkið „Grundaskóli þak,“ þar sem útboðsgögn höfðu ekki verið lögð fyrir bæjarráð og á þeim grundvelli hafi bæjarráð samþykkt að hafna fram komnum tilboðum. Bæjarstjórn Akraness samþykkti í framhaldinu á fundi 23. mars að vísa málinu aftur til framkvæmdaráðs. Fram kom í bókun framkvæmdaráðs á fundinum sl. miðvikudag að ráðið er óánægt með þessa afstöðu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Framkvæmdaráð samþykkir að hafna fram komnum tilboðum í verkið á grundvelli breyttra aðstæðna í starfsmannahaldi Akraneskaupstaðar eftir að húsumsjónarmenn komu til starfa hjá framkvæmdastofu og einnig að samningar við verktaka um viðhald stofnana féllu úr gildi þann 1. apríl sl.

 

Sjá nánar í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is