Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2010 12:09

Styttist í samninga um byggingu hjúkrunarrýma

Byggð verða 32 ný hjúkrunarrými við DAB í Borgarnesi.
Ríkið hefur tryggt fjármögnun vegna uppbyggingar um 360 hjúkrunarrýma í níu sveitarfélögum, þar á meðal byggingu 32 hjúkrunarrýma við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, og eru samningar við sveitarfélögin á lokastigi. Í tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu í gær segir að þar sem undirbúningur verkefna er lengst kominn geti framkvæmdir hafist á næstu mánuðum, en annarsstaðar á seinni hluta þessa árs eða á næsta ári. Gert er ráð fyrir að undirbúningur vegna framkvæmda í Borgarnesi sé kominn hvað lengst en á næstu dögum verður samkvæmt heimildum Skessuhorns gengið frá samningi um að DAB hafi umsjón með verkinu fyrir hönd Borgarbyggðar sem síðan gerir samninginn við ríkið.

Kostnaður vegna framkvæmdanna í öllum níu sveitarfélögunum er áætlaður um 9 milljarðar króna. Íbúðalánasjóður mun veita 100% lán til framkvæmdanna en kostnaður skiptist þannig að ríkið ber 85% áætlaðs byggingarkostnaðar og sveitarfélögin 15%. Fyrirhuguð uppbygging hjúkrunarrýma mun leiða af sér um 1.200 ársverk. Um 300 hjúkrunarrými verða tekin úr notkun en átakið leiðir til þess að hjúkrunarrýmum mun fjölga um 60.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is