12. apríl. 2010 08:04
Síðasta laugardag var hátíðleg athöfn á sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þar sem veittar voru viðurkenningar og verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni FVA árið 2010. Sjálf keppnin var haldin 10. mars og tóku 93 ungmenni úr áttunda, níunda og tíunda bekk grunnskóla á Stór-Vesturlandssvæðinu þátt. Þessir skólar voru: Auðarskóla í Dölum, Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi, Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskólinn á Hólmavík, Grunnskóli Borgarfjarðar, Heiðarskóli, Laugargerðisskóli og Reykhólaskóli. Þetta er í tólfta skipti sem FVA heldur keppnina. Stærðfræðikennarar skólans lýstu úrslitum ásamt Herði Ó Helgasyni skólameistara. Að lokinn athöfn var gestum boðið í kaffiveitingar.
Nánar um úrslitin í Skessuhorni næsta miðvikudag.