Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2010 02:16

Undirheimakilkjur víkja úr toppsætinu fyrir nýjasta krimmanum

Reikna má með að metsölubækur Undirheima víkji í eina viku af listanum fyrir nýjasta krimmanum.
"Það er ánægjulegt að segja frá því að í vikunni sem leið áttu Undirheimar, glæpasagnadeild bókaforlagsins Uppheima á Akranesi, fjórar af tíu bókum á metsölulista Eymundsson. Þetta voru nýlega útkomnar kiljubækur frá okkur sem röðuðu sér í fyrsta, þriðja, fimmta og sjöunda sæti listans," segir Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Uppheima í samtali við Skessuhorn. Nú ber hins vegar nýrra við hjá Eymundsson. Í frétt á mbl.is í dag segir að forsala á skýrslu rannsóknanefndar Alþingis um orsök bankahrunsins, sem út kemur á morgun, er svo fjörleg að Eymundsson neyddist til að taka bækurnar úr forsölu. Eymundsson náði einungis að tryggja sér 200 eintök af skýrslunni en eftirspurn var miklu meiri í forsölunni. Í ljósi þess að glæpasögur frá Uppheimum hafa notið þessara vinsælda í bóksölu undanfarnar vikur þarf því ekki að koma á óvart að nýjasti krimminn; skýrsla rannsóknarnefndar, hljóti þessar vinsældir. Skýrslan mun því líklega í eina viku ryðja úr vegi af listanum Hafmeyjunni eftir Camillu Lackberg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is