12. apríl. 2010 12:01
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út tvívegis um og fyrir helgina. Á föstudag vegna elds í skurðgröfu við námurnar í Hólabrú í Hvalfjarðarsveit. Grafan var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn og er gjörónýt eftir brunann, en slökkvistarf tók á annan tíma. Þá kviknaði í potti í húsi við Skarðsbraut á Akranesi. Húsráðendum tókst með snarræði að koma í veg fyrir stærra tjón, en skemmdir urðu lítilsháttar í eldhúsinu.