12. apríl. 2010 03:01
Skagakonur eru efstar í sínum riðli í deildarbikarkeppninni, Lengjubikarnum, að loknum tveimur leikjum og markatöluna 13:0. ÍA vann í gær lið HK/Víkings 5:0 í leik sem fram fór í Akraneshöllinni. ÍA-liðið er að mestu skipað stúlkum úr 2. og 3. aldursflokki og spilar lipran og skemmtilegan bolta.
Það voru Emelía Halldórsdóttir, Heiður Heimisdóttir, Heiðrún Sara Guðmundsdóttir, Alexandra Björk Guðmundsdóttir og Unnur Ýr Haraldsdóttir sem skorðu mörk Skagakvenna í leiknum á sunnudaginn.