Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. apríl. 2010 09:50

Háspennustig fyrir oddaleik í viðureign Snæfells og KR

Sean Burton í kröppum dansi. Ljósm. þe.
Barátta Snæfells og KR í undanúrslitum IE-deildarinnar í körfubolta hefur verið hnífjöfn og greinilegt að bæði þessi félög eiga áþekkum liðum á að skipa. Þessi úrslitakeppni hefur verið sérkennileg fyrir þær sakir að allir hafa leikirnir unnist á útivelli og virðast heimavellirnir því ekki hafa mikið að segja. Tveir fyrstu leikirnir unnust með talsverðum mun, tæplega 20 stigum, en tvær síðari viðureignirnar unnust aðeins með fjórum stigum. Ljóst er að spennustigið bæði í Hólminum og Vesturbænum er orðið gríðarhátt og væntanlega verður allt á suðupunkti þegar oddaleikurinn fer fram DHL-höllinni í Frostaskjólinu á fimmtudagskvöld.

 

 

KR-ingar byrjuðu betur í Hólminum í gær og það tók Snæfell talsverðan tíma að skora fyrstu körfuna. Þeir náðu síðan fljótlega frumkvæðinu í leiknum og leiddu með þremur stigum þegar gengið var til leikhlés, 33:30. Eins og tölurnar bera með sér var varnarleikurinn í öndvegi hjá liðunum og þannig hélt það áfram í seinni hluta leiksins. Snæfell leiddi þó yfirleitt og voru enn yfir í leiknum þegar rúmar tvær mínútur voru eftir.

 

Þetta var í raun sami gangur og í leiknum á undan, sem fram fór á laugardag. Þá var það Snæfell sem var sterkari á lokakaflanum en nú var það KR. Var það einkum sterkur varnarleikurinn í seinasta leikhlutanum sem gerði gæfumuninn fyrir Vesturbæjarliðið og lokatölur urðu 76:72.

 

Snæfell náði ekki að laða fram sinn besta leik að þessu sinni, voru hálfhikstandi allan tímann og sumir leikmenn náðu sér engan veginn á strik. Er þar nærtækast að nefna skyttuna Jón Ólaf Jónsson sem fann sig engan veginn. Ljóst er að Snæfell þarf að ná sínu besta ef Hólmurunum á að takast að komast í úrslitaviðureignina gegn öðru hvoru Suðurnesjaliðinu; Keflavík eða Njarðvík.

 

Atkvæðamestir í liði Snæfells voru Hlynur Bæringsson með 20 stig og 6 fráköst, Martins Berkis skoraði 18 stig, Sean Burton og Sigurður Þorvaldsson 15 hvor og að auki tók Sigurður 13 fráköst. Hjá KR var Morgan Lewis í sérflokki með 31 stig og 10 fráköst, Pavel Ermolinskij gerði 16 og tók 10 fráköst, Brynjar Björnsson skoraði 9 stig og Fannar Ólafsson 8.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is