Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. apríl. 2010 11:36

Þorparar gengu á Akrafjall

Ferðafélag Íslands er með verkefni í gangi sem nefnist Eitt fjall á viku. Í því er stefnt að göngu á 52 fjöll á árinu. Þátttakendur í þessu verkefni eru um 150 og er skipt í þrjá hópa, Vesturbær Rvk, Austubær Rvk og svo Þorparar sem eru þeir sem búa utan Reykjavíkur og koma þátttakendur víða að, allt frá Vík í Mýrdal og upp á Akranes. Þorparar hafa gengið á ýmis fjöll í nágrenni Reykjavíkur og var Akrafjallið það fjórtánda í röðinni, en þangað var gengið síðasta fimmtudag.  Veðrið á Akrafjalli var gott til göngu. Farið var á Háahnúk og á leiðinni sögðu heimamenn frá fjallinu og umhverfi þess. Sagðar voru sögur af skessunni Jóku sem bjó á Snæfellsnesi og þrátt fyrir mörg falleg fjöll þar vildi hún meira og sótti sér fjall á Suðurland en komst ekki lengra því að sólin kom upp áður en hún náði heim aftur. Lenda oft í þessu skessurnar. Einnig voru sagðar sögur af útilegumönnum og fleiru sem tengist fjallinu.

Þegar niður var komið var ákveðið að ganga inn í Pytta og skoða leyfar af flaki flugvélar sem fórst í fjallinu árið 1955. Ferðin í heild tók um þrjá tíma og var fólk almennt mjög ánægt með gönguferðina. Höfðu margir á orði að þeir þyrftu að koma aftur til að fara á Geirmundartind og jafnvel ganga hringinn á fjallinu.  Að lokum var svo farið í sund í Bjarnalaug þar sem heimamenn buðu upp á heitt súkkulaði, vöfflur og kökur.  Þorparar stefna á Hvannadalshnúk í maí og Snæfellsjökul í júní. Verkefninu lýkur svo formlega á gamlársdag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is