13. apríl. 2010 01:08
Í vetur hefur farið fram Bikarkeppni liða í keilu hér á landi. Í keppninni hefur gengi Skagamanna verið með ágætum en konurnar og annað karlaliðið eru nú dottin úr keppni. Karlaliðið sem enn er með skipa þeir Skúli Freyr Sigurðsson, Magnús Sigurjón Guðmundsson, Sigurður Þorsteinn Guðmundsson, Guðmundur Sigurðsson og Ingi Geir Sveinsson. Þessir kappar gerðu sér lítið fyrir og hafa unnið allar sínar viðureignir og spila því til úrslita 8. maí næstkomandi. Er það í fyrsta skipti í sögu KFA að keppt er til úrslita í Bikarkeppninni.