13. apríl. 2010 03:09
Þessa dagana er er í auglýsingu sameiginlegt útboð sorphirðumála hjá Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi. Í þessu nýja útboði sorphirðunnar felst sú kerfisbreyting að fljótlega verði ráðist í flokkun sorps með tilheyrandi kynningu. Þetta er svokallað tveggja tunnu kerfi, þar sem endurvinnanlegur úrgangur er flokkaður frá heimilissorpi. Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu Akraneskaupstaðar segir að meginmarkmiðið með flokkun sorps sé að draga verulega úr urðun sorps í Fíflholtum.
Gert er ráð fyrir opnun tilboða 4. maí nk. og nýr samningur um sorphirðuna taki gildi 1. júlí í sumar. Sá samningur er ætlaður til næstu fimm ára, en í honum felst einnig heimild til framlengingar. Þannig var einnig með núverandi samning við Gámaþjónustu Vesturlands, sem er frá árinu 2005 að hann var framlengdur eini sinni.
Sjá nánar í Skessuhorni sem kemur út á morgun.