15. apríl. 2010 12:01
 |
Náttúrulegt leiksvæði. Ljósm. hp. |
Þriðjudaginn 20. apríl klukkan 9-13 verður haldinn kynningarfundur í Fossatúni í Borgarfirði á verkefni sem leitast við að nýta nánasta umhverfi sem auðlind og uppsprettu tækifæra í ferðaþjónustu. "Sjóður" er handleiðslu- og þróunarverkefni Útflutningsráðs Íslands og Ferðaþjónustu bænda sem býður þér upp á tækifæri til að fá persónulega ráðgjöf um hvernig hægt sé að nýta enn betur þá þjónustu sem þegar er til staðar og greina og þróa nýja möguleika í þjónustu við ferðamenn. Verkefnið verður unnið í samvinnu við ráðgjafa sem hafa sérstaka þekkingu á ferðaþjónustu í dreifbýli og möguleikum til markaðsþróunar. Það er unnið á staðnum, þ.e. fundir og handleiðsla verður unnin heima í héraði.
Sjóður er eingöngu ætlað félögum í Ferðaþjónustu bænda og að þessu sinni eru það félagar á Vesturlandi sem gefst kostur á að taka þátt í verkefninu.
Sjá nánar auglýsingu um fundinn í Skessuhorni sem kom út í gær.