Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2010 07:01

Gerir upp gömul hús á Hellissandi

Þegar Steingerður Jóhannsdóttir hélt ljósmyndsýningu í gamla íshúsinu í Krossavík við Hellissand á Sandaragleði 2008 sagðist hún vel geta hugsað sér að eignast þetta gamla hús. Húsið er það eina sem eftir er að minjum sem tengjast gömlu höfninni í Krossvík sem áður var aðalhöfn Hellssandsbúa áður en hafnargerð hófst í Rifi. Þetta voru ekki orðin tóm hjá Steingerði því fljótlega fór hún að leita samninga við Snæfellsbæ um kaup á „Hvíta húsinu“ eins og gamla íshúsið í Krossvík er kallað. Nú er hún og maður hennar Árni Emanúelsson byrjuð að endurbæta gamla íshúsið, sem byggt var um 1930, og aldrei breytt í nútíma frystihús. Þau hafa á prjónunum að koma upp minjagripasölu og litlu galleríi á neðri hæð hússins og í framhaldinu íbúð til útleigu fyrir listafólk á efri hæðinni. Steingerðir sagðist í samtali við Skessuhorn nokkuð góð í því að koma hlutunum í verk og hún væri nú svo bjartsýn að halda því fram að einhver starfsemi verði komin af stað í Hvíta húsinu strax í sumar.

Sjá ítarlegt viðtal við Steingerði í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is