Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2010 11:01

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferð í Borgarfirði

Dagana 17. - 19. apríl mun kór Menntaskólans við Hamrahlíð verða á tónleikaferðalagi í Borgarfirði. Kórinn heldur tónleika í Reykholtskirkju laugardaginn 17. apríl kl. 16. Sunnudaginn 18. apríl syngur kórinn við messu í Borgarneskirkju kl. 14 og um kvöldið klukkan 20 verða almennir tónleikar í Hriflu, sal Háskólans á Bifröst. Mánudaginn 19. apríl heldur kórinn ferna skólatónleika; í Varmalandi (fyrir nemendur Varmalandsskóla og nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar) klukkan 9:00, tvenna tónleika í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi (fyrir nemendur Grunnskólans í Borgarnesi klukkan 11:10 og fyrir nemendur MB kl. 13:00) og í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi klukkan 15. Mánudagskvöldið 19. apríl heldur kórinn tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir.

Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni um Borgarfjörð eru íslensk og erlend tónverk m. a. eftir J. S. Bach, W.A. Mozart, Carl Orff, Emil Thoroddsen, Gunnar Reyni Sveinsson, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin er svo fjölbreytt að kórinn flytur ólík verk eftir því hvort um er að ræða t. d. kirkjutónleika eða skólatónleika. Margir hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga.

Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 104 nemendum á aldrinum 16 - 20 ára. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Kórinn hélt tónleika í Reykholtskirkju 2005 en hann heimsótti Reykholt í fyrsta sinn árið 1970. Kórinn hefur áður heimsótt Borgarnes (1977, 1984 og 1991). Fararstjóri í ferð kórsins um Borgarfjörð er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is